Fyrirtækið
HH verktak ehf. Fyrirtækið er stofnað 2001 af Hirti Lúðvíkssyni og Hannesi Viktori Birgissyni eftir tveggja ára samstarf þeirra.
Fyrirtækið tekur að sér allskonar verkefni en í upphafi var þetta mikið þjónusta við stærri fyrirtæki og einstaklinga. Í seinni tíma hefur fyrirtækið aðallega verið í nýbyggingum ásamt að halda áfram utanum sína fastakúnna í málun húsa að utan og innan, ásamt því að þjónusta ýmsar ríkisbyggingar og stærri fyrirtæki.
Hjá fyrirtækinu starfa í dag 15 starfsmenn, bæði lærðir málarar og verkamenn. Starfsmannahópurinn samanstendur af bæði íslenskum og erlendum starfsmönnum sem hafa haldið tryggið við fyrirtækið og er starfsmannavelta lítil. Höfuðstöðvar eru til húsa að Lambhaga 13 en þar er góð aðstaða og skrifstofan. Eigendur eru báðir ættaðir frá Akranesi og hafa þeir í gegnum fyrirtæki sitt látið samfélagið þar njóta krafta sinna bæði í leik og starfi ásamt því að taka þátt í fjárfestingum í atvinnulífi bæjarins.